21.9.2008 | 23:26
LOKSINS REUNION!!!
Sæl veriði og langt síðan síðast!
Nú er loksins komið að því; reunion eða endurfundir útskriftarárgangs Austó 1998. Ég og Svanhvít höfum tekið það að okkur að skipuleggja viðburðinn og óskum eftir verkfúsum höndum. Skipulagningin er enn á byrjunarstigi en við ákváðum að laugardagurinn 1. nóvember hentaði ágætlega, þó hefur enn ekki verið ákveðið hvar á að halda þetta reunion. Því óskum við eftir athugasemdum og innleggi inn á þetta blogg um hvað er hægt að gera skemmtilegt og hvar er hægt að halda viðburðinn.
Einnig getið þið sent mér (illugit@hotmail.com) eða Svanhvíti (svanhvit@yahoo.com) tölvupóst og addað okkur á facebook ef þið eruð með það (með því að nota sömu netföng). Vinsamlegast staðfestið einnig við okkur þátttöku á póstfangið mitt eða inn á þessu bloggi. Loks ef þið eigið einhverjar skemmtilegar myndir úr Austó þá megið þið senda á Svanhvíti...
Hlakka til þess að heyra ykkar álit.
Kveðja,Illugi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 22.9.2008 kl. 23:27 | Facebook
Athugasemdir
Ég staðfesti hér með að ég mæti...
Ólafur Hlynsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.