1.11.2008 | 18:58
Bekkjarmótið stendur!
Nú hafa allir úr 10 ÞB og flestir úr 10 SR greitt sem þýðir að það muni verða reunion í kvöld. Hlakka til þess að sjá ykkur öll. Gleðin hefst klukkan 20:00 á Hressó og stendur fram eftir kvöldi. Fyrir þá sem ekki vita þá er salurinn staðsettur beint af augum þegar maður gengur inn, út í enda.
Við mælum með því að fólk mæti fyrr en seinna því það er ekki skammtaður bjór ofan í neinn þannig að leiðinlegt að mæta seint og fá ekkert öl fyrir peninginn. En engar áhyggjur það ætti að vera nægur mjöður til fyrir alla.
Hlakka til að sjá ykkur og vonandi gerum við þetta að góðu kvöldi.
ps. ef einhverjir sem hafa ekki enn staðfest þátttöku eða borgað vilja samt koma þá verður hægt að borga sig inn á staðnum. Eina skilyrðið er að þið hafið einhvern tíman verið í þessum árgangi í austó.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 2.11.2008 kl. 03:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.