Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
29.9.2008 | 11:47
STAÐURINN FUNDINN!
Ákveðið hefur verið að reunion Austó verði haldið í Hressingarskálanum við Austurstræti (Hressó). Samkvæmið mun standa frá 20:00 og fram eftir kvöldi/nóttu, laugardaginn 1. nóvember, en við verðum með salinn til miðnættis, en að sjálfsögðu getur fólk verið lengur eða farið eitthvað annað saman eftir á ef það vill.
Til þess að fá salinn þurfti að kaupa bjórkút en við ákváðum að 1 kútur myndi vera nóg til þess að halda kostnaði í lágmarki, auk þess sem ekki allir drekka (svo viljum við ekki að fólk drekki frá sér allt vit :). Kostnaðurinn miðað við stöðuna núna er vel undir 1000 kr á mann mv. 40 manna mætingu en það myndi ekki teljast mikill peningur fyrir leigu á sal með bjór. Gos er ekki innifalið en það verður hægt að kaupa það við barinn á sanngjörnu verði gegn því að sýna þar-til-gerðan stimpil.
Svo þegar allir eru búnir að staðfesta þátttöku við mig þá vitum við hvað verðið verður sirka á mann og þá verður það auglýst hér á síðunni. Það verður þá væntanlega reikningur sem fólk leggur einfaldlega inná.
Hvernig er það er fólki ekkert farið að hlakka til?
Kveðja,
Illugi
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2008 | 23:26
LOKSINS REUNION!!!
Sæl veriði og langt síðan síðast!
Nú er loksins komið að því; reunion eða endurfundir útskriftarárgangs Austó 1998. Ég og Svanhvít höfum tekið það að okkur að skipuleggja viðburðinn og óskum eftir verkfúsum höndum. Skipulagningin er enn á byrjunarstigi en við ákváðum að laugardagurinn 1. nóvember hentaði ágætlega, þó hefur enn ekki verið ákveðið hvar á að halda þetta reunion. Því óskum við eftir athugasemdum og innleggi inn á þetta blogg um hvað er hægt að gera skemmtilegt og hvar er hægt að halda viðburðinn.
Einnig getið þið sent mér (illugit@hotmail.com) eða Svanhvíti (svanhvit@yahoo.com) tölvupóst og addað okkur á facebook ef þið eruð með það (með því að nota sömu netföng). Vinsamlegast staðfestið einnig við okkur þátttöku á póstfangið mitt eða inn á þessu bloggi. Loks ef þið eigið einhverjar skemmtilegar myndir úr Austó þá megið þið senda á Svanhvíti...
Hlakka til þess að heyra ykkar álit.
Kveðja,Illugi
Vinir og fjölskylda | Breytt 22.9.2008 kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)