7.11.2008 | 18:35
Fleiri myndir
Ég var að setja inn á bloggið myndir semm ég tók á bekkjarmótinu, ekki margar en samt eitthvað:)
Vona að þið njótið vel
Kv
Svanhvít Helga
2.11.2008 | 13:47
Myndir komnar á vef
Takk æðislega fyrir frábært kvöld. Leiðinlegt samt að sjá ekki fleiri. Hins vegar miðað við fólk sem ég hef talað við, sem haldið hefur svipuð reunion, þá var þetta alls ekki svo slök mæting. Ég setti nokkrar af gömlu myndunum inn á vefinn, sjá hér til hægri. Ef þið hafið einhverjar sérstakar óskir um myndir sem voru til sýnis á bekkjarmótinu en vanta á vefinn þá getið þið kommentað hér og við bætum þeim inn. Svo koma myndir frá sjálfu kvöldinu inn á bloggið von bráðar.
Ef þið eruð með góðar myndir frá kvöldinu þá megið þið endilega senda mér eða Svanhvíti þær með emil og við bætum þeim inn á bloggið.
kv,
Illugi
1.11.2008 | 18:58
Bekkjarmótið stendur!
Nú hafa allir úr 10 ÞB og flestir úr 10 SR greitt sem þýðir að það muni verða reunion í kvöld. Hlakka til þess að sjá ykkur öll. Gleðin hefst klukkan 20:00 á Hressó og stendur fram eftir kvöldi. Fyrir þá sem ekki vita þá er salurinn staðsettur beint af augum þegar maður gengur inn, út í enda.
Við mælum með því að fólk mæti fyrr en seinna því það er ekki skammtaður bjór ofan í neinn þannig að leiðinlegt að mæta seint og fá ekkert öl fyrir peninginn. En engar áhyggjur það ætti að vera nægur mjöður til fyrir alla.
Hlakka til að sjá ykkur og vonandi gerum við þetta að góðu kvöldi.
ps. ef einhverjir sem hafa ekki enn staðfest þátttöku eða borgað vilja samt koma þá verður hægt að borga sig inn á staðnum. Eina skilyrðið er að þið hafið einhvern tíman verið í þessum árgangi í austó.
Vinir og fjölskylda | Breytt 2.11.2008 kl. 03:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2008 | 14:07
Greiðsla fyrir Reunion/bekkjarmót
Sæl öll,
Frábært að sjá hve margir eru búnir að staðfesta þátttöku. Til þess að fá nafn sitt á gestalistann, hins vegar, þá þarf að vera búin að greiða. Það er nefnilega þannig að ég þarf að greiða Valda hjá Hressó sama dag og bekkjarmótið verður eða ekki seinna en 20:00 um kvöldið.
Reikningsnúmerið er:
1150-05-402753
kt. 061282-5489
Upphæðin er 1500 kr. og verður að vera búið að greiða inn á fyrrnefndan reikning allra síðasta lagi klukkan 19:00 á laugardeginum 1. nóvember. Þetta má alls ekki klikka. Ef einhver vandamál verða er hægt að koma peningunum til mín eða Svanhvítar persónulega á laugardeginum, t.d. milli 16-17 á Hressó (sjá GSM nr. fyrir neðan).
Innifalið í þessum 1500 krónum er leiga á salnum og bjór. Þetta er einn kútur og ætti að duga vel ofan í mannskapinn sérstaklega þar sem ekki allir drekka. 3-4 stórir bjórar á kjaft og þá er peningurinn kominn Verður varla betra.
Ef einhverjar spurningar eða athugasemdir vakna hvað snertir greiðslu þá getið þið haft samband við okkur í síma 6917778 (Illugi) eða 8690460 (Svanhvít).
Vinir og fjölskylda | Breytt 1.11.2008 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2008 | 21:41
11 dagar
og niðurtalningnn heldur áfram....
Vildi aðeins uppfæra listann með þeim úr 10 SR sem eru búnir að staðfesta komu sína.
Bjartur
Cilia
Elísabet
Halldís
Heiða Dóra
Kristín B
Sara Elísabet
Siggi E
Svanhvít Helga
Náði sambandi við Einar Inga og var hann mjög jákvæður á þetta hjá okkur og erum við Einar ásamt Halldísi (sjá comment neðar) að vinna í því að hafa frekara samband við fólkið úr bekknum.
Bryan hefur ekki staðfest komu en var mjög jákvæður:)
Núna eru einungis 4 dagar í það að skráningu loki og þeir sem hafa ekki samband verði strokaðir út af listunum og ekki gert ráð fyrir þeim...
Með baráttukveðju úr Eikjuvoginum.
Svanhvít Helga
14.10.2008 | 18:32
18 dagar
Þá styttist í þetta hjá okkur aðeins 18 dagar.
Ég vil leyfa ykkur að fylgjast aðeins með og sýna það sem ég veit um þáttöku hjá 10 SR.
Búin að boða komu sína eru:
Bjartur
Elísabet
Halldís
Heiða
Kristín B(?)
Siggi E
Svanhvít Helga
og þeir sem eru óákveðnir eða geta ekki svarað strax eru
Bryan og Cilia
Rakel er búin að láta mig vita af því að hún komist því miður ekki.
Frá öðrum er ég ekki búin að heyra frá og fer mjög fljótlega í það að hafa frekari samband við:)
Ef þessi upptalning hjá mér er vitlaust á einhvern hátt þá endilega commentið á það og ég laga það við fyrsta tækifæri:)
Með kveðju úr Eikjuvoginum
Svanhvít Helga
2.10.2008 | 18:38
Leitin byrjuð
Sæl og blessuð
Ég er byrjuð að grafa upp e-mail hjá þeim sem voru í 10 SR (mínum bekk) til þess að láta fólk vita af þessu reunioni, gengur hægt en gengur þó:)
Þeir sem ég er búin að senda e-mail til og hafa samband gömlu bekkjarfélagana mega endilega láta vita af þessari heimasíðu.
Hef þetta ekki lengra í bili
Svanhvít Helga
29.9.2008 | 11:47
STAÐURINN FUNDINN!
Ákveðið hefur verið að reunion Austó verði haldið í Hressingarskálanum við Austurstræti (Hressó). Samkvæmið mun standa frá 20:00 og fram eftir kvöldi/nóttu, laugardaginn 1. nóvember, en við verðum með salinn til miðnættis, en að sjálfsögðu getur fólk verið lengur eða farið eitthvað annað saman eftir á ef það vill.
Til þess að fá salinn þurfti að kaupa bjórkút en við ákváðum að 1 kútur myndi vera nóg til þess að halda kostnaði í lágmarki, auk þess sem ekki allir drekka (svo viljum við ekki að fólk drekki frá sér allt vit :). Kostnaðurinn miðað við stöðuna núna er vel undir 1000 kr á mann mv. 40 manna mætingu en það myndi ekki teljast mikill peningur fyrir leigu á sal með bjór. Gos er ekki innifalið en það verður hægt að kaupa það við barinn á sanngjörnu verði gegn því að sýna þar-til-gerðan stimpil.
Svo þegar allir eru búnir að staðfesta þátttöku við mig þá vitum við hvað verðið verður sirka á mann og þá verður það auglýst hér á síðunni. Það verður þá væntanlega reikningur sem fólk leggur einfaldlega inná.
Hvernig er það er fólki ekkert farið að hlakka til?
Kveðja,
Illugi
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2008 | 23:26
LOKSINS REUNION!!!
Sæl veriði og langt síðan síðast!
Nú er loksins komið að því; reunion eða endurfundir útskriftarárgangs Austó 1998. Ég og Svanhvít höfum tekið það að okkur að skipuleggja viðburðinn og óskum eftir verkfúsum höndum. Skipulagningin er enn á byrjunarstigi en við ákváðum að laugardagurinn 1. nóvember hentaði ágætlega, þó hefur enn ekki verið ákveðið hvar á að halda þetta reunion. Því óskum við eftir athugasemdum og innleggi inn á þetta blogg um hvað er hægt að gera skemmtilegt og hvar er hægt að halda viðburðinn.
Einnig getið þið sent mér (illugit@hotmail.com) eða Svanhvíti (svanhvit@yahoo.com) tölvupóst og addað okkur á facebook ef þið eruð með það (með því að nota sömu netföng). Vinsamlegast staðfestið einnig við okkur þátttöku á póstfangið mitt eða inn á þessu bloggi. Loks ef þið eigið einhverjar skemmtilegar myndir úr Austó þá megið þið senda á Svanhvíti...
Hlakka til þess að heyra ykkar álit.
Kveðja,Illugi
Vinir og fjölskylda | Breytt 22.9.2008 kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)